Kjarasamningur FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykktur með miklum meirihluta

12.6.2020

Ríflega 88% félagsmanna Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) sem greiddu atkvæði um nýgerðan samning félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga samþykktu hann en tæplega 12% höfnuðu honum.

Atkvæðagreiðsla um framlengingu og breytingu á kjarasamningi FÍN og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem undirritaður var 4. júní sl., fór fram dagana 9. júní til 12. júní 2020. Á kjörskrá voru 62 og greiddu 34 atkvæði um samninginn. Kosningaþátttaka var því tæp 55%.

Niðurstaðan varð sú að 30 (88,24%) samþykktu samninginn en 4 (11,76%) höfnuðu honum. Enginn skilaði auðu.