Kjörið í 24 trúnaðarstöður á aðalfundi BHM

Aðalfundur haldinn í fjarfundabúnaði í fyrsta sinn í sögu bandalagsins

27.5.2020

  • Ragnar_Hall
    Fundarstjóri aðalfundar BHM 2020, Ragnar H. Hall lögmaður

Samtals var kjörið í 24 trúnaðarstöður innan Bandalags háskólamanna á aðalfundi þess sem haldinn var í dag. Einnig voru samþykktar nokkrar breytingar á lögum BHM og má segja að stærsta efnislega breytingin sé sú að samþykkt var að leggja niður eina af fastanefndum bandalagsins, Þjónustu- og aðbúnaðarnefnd. Nálgast má fundargögn, þ. á m. lagabreytingatillögur ásamt greinargerðum, á vefsvæði aðalfundarins. Uppfærð lög bandalagsins má nálgast hér.

Fundurinn var haldinn í fjarfundabúnaði og er þetta í fyrsta skipti sem aðalfundur BHM fer fram með þeim hætti en samtals höfðu tæplega 180 fulltrúar aðildarfélaganna rétt til þátttöku. Fundarstjóri var Ragnar H. Hall lögmaður og lagði hann þegar í upphafi fram dagskrártillögu sem formannaráð BHM hafði áður samþykkt að yrði lögð fram á fundinum. Í henni fólst að tveimur liðum samkvæmt lögbundinni dagskrá, ákvörðun árgjalds og breytingum á stefnu, yrði frestað til framhaldsaðalfundar sem haldinn verður næsta haust. Var tillagan samþykkt. Í lok fundar var svo samþykkt tillaga um frestun fundarins og að framhaldsaðalfundur verði haldinn 9. september næstkomandi.

Sem kunnugt er var nýr varaformaður BHM, Jóhann Gunnar Þórarinsson, kjörinn í rafrænni kosningu meðal aðalfundarfulltrúa í lok apríl en eftirtalin voru kjörin í trúnaðarstöður innan bandalagsins á aðalfundinum í dag:

Meðstjórnendur í stjórn BHM til tveggja ára

Kjartan Hreinsson, DÍ
Kristín Einarsdóttir, FHSS

Varamenn í stjórn BHM

Andrés Erlingsson, FRG
Anna Guðrún Halldórsdóttir, FÍ

Kjara- og réttindanefnd

Helga Birna Ingimundardóttir, FH
Maríanna H. Helgadóttir, FÍN

Jafnréttisnefnd – aðalmenn

Óskar Marinó Sigurðardóttir, FRG
Þóra Kristín Þórsdóttir, FÍF

Jafnréttisnefnd – varamaður

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, FRG

Stjórn Starfsmenntunarsjóðs BHM

Ester Ósk Traustadóttir, FÍF

Framboðsnefnd – aðalmenn:

Ársæll Baldursson, KVH
Eðvald Einar Stefánsson, FRG
Steinunn Bergmann, FÍ
Svava S. Steinarsdóttir, FÍN
Þóra Leósdóttir, IÞÍ

Framboðsnefnd  varamaður

Guðrún Ósk Kristinsdóttir, FRG

Kjörstjórn

Íris Davíðsdóttir, FH
Runólfur Vigfússon, FÍN

Kjörstjórn – varamaður

Helga B. Kolbeinsdóttir

Lagabreytinganefnd

Björg Eva Erlendsdóttir, FRG
Bragi Skúlason, FRG
Íris Davíðsdóttir, FH
Íris Kristinsdóttir, SL
Maríanna H. Helgadóttir, FÍN