Kófið og hrunið: lærdómur og leiðin fram á við
Opinn veffundur á vegum sérfræðingahóps ASÍ, BHM og BSRB
Ný greining sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar, þar sem fjallað er um áhrif COVID-faraldursins á launafólk eftir atvinnugreinum, verður kynnt á opnum veffundi (Zoom-fundi) þriðjudaginn 15. desember kl. 11:00. Dregin verður upp mynd af áhrifum kófsins 2020 á atvinnugreinar og launafólk í landinu í samanburði við áhrifin af hruni íslenska fjármálakerfisins fyrir rúmum áratug.
Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM, mun kynna greininguna fyrir hönd sérfræðingahópsins og varpa ljósi á hvernig heimsfaraldurinn kemur niður á mismunandi hópum samfélagsins. Gefa niðurstöðurnar mikilvægar vísbendingar um þau efnahagslegu og samfélagslegu viðfangsefni sem takast þarf á við á næstu misserum og árum.
Að kynningu lokinni munu Drífa Snædal, forseti ASÍ; Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB; og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, ræða efni greiningarinnar, nauðsynlegar aðgerðir og næstu skref.
Viðburðurinn verður um 45 mínútur og verður í streymi á eftirfarandi slóð:
https://us02web.zoom.us/j/89620283191
Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ og formaður sérfræðingahópsins, stýrir fundinum.
Sérfræðingahóp verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID-kreppunnar skipa:
- Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, formaður
- Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
- Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB
- Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði
- Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM
- Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði
Ásgeir Sverrisson, sérfræðingur hjá ASÍ, starfar með hópnum