Baráttudagur kvenna er í dag 24. október

24.10.2021

  • Leiðréttum skakkt verðmætamat - Kvennafrí
    Kvennafri-2021-BHM-frettamynd
    Myndhöfundur: Sunna Ben / sunnaben.org

Bandalag háskólamanna óskar konum til hamingju með daginn. Það er tilefni til að fagna því að launamunur fer minnkandi með hverju árinu frá því konur lögðu fyrst niður störf árið 1975. En það gengur of hægt! Betur má ef duga skal og stendur BHM sem fyrr með konum í þessari baráttu.

Konur vinna ókeypis eftir kl. 15:10 á Íslandi

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 77,2% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 22,8% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 10 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17.

Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 15:10.

Ný skýrsla forsætisráðherra Verðmætamat kvennastarfa afhjúpar kerfisbundið vanmat á störfum sem konur vinna og BHM hvetur forsætisráðuneytið til þess að fara í aðgerðir þær sem tilgreindar eru í henni. 

Nú er tími til að leiðrétta skakkt verðmætamat!


Fréttir