Nýr formaður kosinn á aðalfundi SBU

Aðalfundur Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga fór fram föstudaginn 21. ágúst 2020

24.8.2020

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga hélt aðalfund sinn föstudaginn 21. ágúst 2020. Fundurinn var haldinn í fundarsal BHM í Borgartúni 6 og með rafrænum hætti. 

Sigrún Guðnadóttir lét af störfum sem formaður félagsins og var Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar kosin nýr formaður. Nánari upplýsingar um efni og niðurstöður fundarins má finna á heimasíðu Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga.


Fréttir