Chat with us, powered by LiveChat

Kynning rannsóknar á stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði

BHM, ASÍ, BSRB og Samtökin´78 kynna rannsókn á stöðu hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði á Hinsegin dögum.

4.8.2022

  • Hinsegin dagar

BHM, ASÍ, BSRB og Samtökin 78 kynna rannsókn á stöðu hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði föstudaginn 5. ágúst kl 14.30 í Veröld - húsi Vigdísar. Að kynningu lokinni verða pallborðsumræður. Viðburðurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir en honum verður einnig steymt á Facebook og Vísir.is 

DAGSKRÁ:
14:30 - 14:35 Opnunarávarp - Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78
14:35 - 14:45 Ávarp forsætisráðherra - Katrín Jakobsdóttir
14:45 - 15:05 Kynning á rannsókn BHM og Samtakanna ´78 - Friðrik Jónsson, formaður BHM og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur BHM
15:05 - 15:15 Áherslur verkalýðshreyfingarinnar - Drífa Snædal, forseti ASÍ
15:15 - 15.25 Hvatning til fyrirtækja - Þóra Björk Smith, Nasdaq Iceland
15:25 - 15:55 Pallborðsumræður
15:55 - 16:00 Lokaorð - Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga
16:00 - 17:00 Kokteill og tónlist

PALLBORÐ
Sonja Ýr Þorbergsdóttir - formaður BSRB
Guðmundur Ingi Guðbrandsson - vinnumarkaðsráðherra
Sonja M. Scott - mannauðsstjóri CCEP á Íslandi
Daníel E. Arnarsson - framkvæmdastjóri Samtakanna ´78
Fundar - og umræðustjóri: Þorbjörg Þorvaldsdóttir


Fréttir