Leiðbeiningar til stjórnenda stofnana vegna kórónaveirunnar

2.3.2020

  • Ráðstafanir til að tryggja órofinn rekstur BHM
    COVID-ráðstafanir hjá BHM
    Vegna kórónaveirufaraldursins hefur BHM gripið til ráðstafana til að tryggja órofinn rekstur bandalagsins og stuðla að öryggi starfsmanna. Þær byggja á viðbragðsáætlun sem unnin hefur verið fyrir vinnustaðinn.

Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur sent leiðbeiningar til stjórnenda ríkisstofnana vegna COVID-19 kórónaveirunnar. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið undir þær leiðbeiningar og beint þeim til sveitarfélaga. 

Í leiðbeiningunum kemur fram að:

  • Fari starfsmaður í sóttkví skv. fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda eða stofnunar greiðast meðaltalslaun skv. gr. 12.2.6 í kjarasamningi en fjarvistir teljast ekki veikindi og þ.a.l. ekki veikindadagar.
  • Ef starfsmaður er veikur hvort heldur um er að ræða COVID-19 eða annað er sem fyrr greitt samkvæmt almennum ákvæðum veikindakafla kjarasamninga og veikindadagar telja.
  • Veikist einstaklingur á meðan sóttkví stendur breytist skráning úr meðaltalslaunum í laun í veikindum.
  • Ef fólk fer í sóttkví að eigin frumkvæði er um að ræða orlof eða launalausa fjarveru.
  • Starfsfólk í sóttkví er hvatt til að vinna að heiman (þegar við á) enda ekki um veikindi að ræða.

Myndræna framsetningu á leiðbeiningum til sveitarfélaga má sjá hér.

Nánari upplýsingar um COVID-19 má finna á vef Landlæknis.