Lykilstarfsmenn samtaka launafólks fá fræðslu um viðbrögð við hugsanlegum heimsfaraldri

10.2.2020

  • landlaeknir

Samtök launafólks – ASÍ, BHM, BSRB og KÍ – hafa ákveðna upplýsingaskyldu gagnvart félagsmönnum aðildarfélaga um ábyrgð þeirra, réttindi og skyldur í heimsfaraldri inflúensu þegar um er að ræða óvissustig, hættustig eða neyðarstig. 

Mánudaginn 18. febrúar nk. mun fulltrúi frá Landlæknisembættinu fræða lykilstarfsmenn samtaka launafólks um þessi mál á sameiginlegum fundi sem haldinn verður í fundarsal BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík. 

Athugið að fundurinn er eingöngu fyrir lykilstarfsmenn samtakanna: s.s. framkvæmdastjóra, kynningafulltrúa, vefstjóra og þá sem eru sérfræðingar í veikindarétti – kjaramálum. Þar verður farið yfir ýmis atriði sem mikilvægt er að lykilstarfsmenn samtakanna kunni skil á og geti miðlað til félagsmanna ef þörf krefur.


Fréttir