Markvissari fundir

Viltu bæta fundarstjórn þína og árangur funda?

21.4.2021

  • gunnarjonatanss

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á námskeið í fundarstjórn. 

Fundir geta verið frábær tæki til að stýra fyrirtækjum, deildum eða einstökum verkefnum.

Á námskeiðinu verður farið yfir þá lykla sem hjálpa þér að gera fundina sem þú stýrir markvissa og skilvirka.

Kennari er Gunnar Jónatansson. Gunnar er framkvæmdastjóri og aðalþjálfari IBT á Íslandi. Hann er með próf í verkefnastjórnun frá HÍ og markþjálfun frá Evolvia og IBT Learning & Development.

Námskeiðið verður haldið með fjarfundabúnaði á Teams þriðjudaginn 27. apríl kl. 13:00-14:00. Smelltu hér til að skrá þig.

Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á fræðslusíðu BHM í viku í kjölfarið.


Fréttir