Chat with us, powered by LiveChat

Mikil ánægja með Námskeiðasíðu BHM

20.9.2021

  • Tölva og útskriftarhattur og confetti
    Fraedsludagskra740x420

BHM lét setja upp lokaðan rafrænan vettvang fyrir námskeið og fyrirlestra á vegum BHM fyrir ári síðan. Allir félagsmenn aðildarfélaga BHM geta stofnað aðgang að þessari síðu og fengið þar aðgang að yfir þrjátíu rafrænum námskeiðum, upptökur af fyrirlestrum sérfræðinga BHM, fræðsluerindum og Trúnaðarmannanámskeiðum.

Nýlega var sendur út spurningalisti til þeirra sem stofnað hafa aðgang að Námskeiðasíðu BHM til að kanna hvernig þeim líkar vettvangurinn og rafræna fyrirkomulagið.

Spurningalistinn var sendur út til 2535 félagsmanna aðildarfélaga BHM, sem allir höfðu stofnað aðgang að lokaða svæðinu, og svöruðu 563 könnuninni eða 22%.

Rafræna formið slær í gegn - rúmlega 40% svarenda að sækja fræðslu til BHM í fyrsta skipti

Í ljós kom að 82% svarenda hafði horft á 1-3 námskeið, 14% á 4-6 námskeið og rúm 3% höfðu horft á 7 eða fleiri námskeið eða fyrirlestra. 

Það var áhugavert að sjá að um 42% svarenda voru að sækja námskeið eða fyrirlestra BHM í fyrsta skipti með tilkomu rafræna vettvangsins. Gleðiefni var líka að sjá að tæplega helmingur svarenda hafði áður sótt námskeið og fyrirlestra til BHM.

Urkonnunmynd2


Ánægja með framboðið af námskeiðum og fyrirlestrum

Meirihluti svarenda, 63%, sagðist sáttur eða mjög sáttur við framboð BHM af námskeiðum og fyrirlestrum undanfarið ár, en 23% hvorki sáttir né ósáttir.

80% svarenda sögðu jafnframt líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu nýta sér námskeiðin á Námskeiðasíðunni eða önnur rafræn námskeið frá BHM á næstu mánuðum. 

Urkonnunmynd1

Upptökur af fyrirlestrum og námskeiðum ákjósanlegasta formið

Þegar spurt var hvaða form fræðslu fólki líkaði best stóð upp úr að hafa aðgang að upptöku rafrænt og fast á eftir kom að taka þátt í ,,lifandi” rafrænu námskeiði. Í þriðja sæti var staðnámskeið, í fundarsal eða kennslustofu.

Yfirgnæfandi meirihluta þykir mikilvægt að hafa aðgang að fjölbreyttri fræðslu

Félagsmenn voru einnig beðnir um ábendingar og bárust margar góðar ábendingar um áhugaverða fyrirlestra og erindi. Unnið verður frekar úr þeim og margar koma inn á fræðsludagskrá næsta árs.

Urkonnunmynd3


Fréttir