Mikill sýnileiki í fjölmiðlum

15.7.2015

  • 22.05.2015-5
    Fundur með félagsmönnum er starfa hjá ríki um stoðuna í viðræðunum.

Fjölmiðlavaktin hefur birt nýjar tölur yfir algengustu fyrirtæki í umfjöllun fjölmiðla árið 2015. Þar er BHM í 14. sæti með 2.070 birtingar. Til að setja þetta í samhengi trónir Sjálfstæðisflokkurinn á toppnum með 10.314 birtingar.

Þegar litið er til fjölda lögaðila í atvinnugreininni (þ.e. annarra stéttarfélaga / bandalaga) erum við BHM-arar á toppnum með okkar 2.070 birtingar það er 17% af allri umfjöllun um atvinnugreinina / stéttarfélög / bandalög.

Þar sem okkur er ekki heimilt að birta listann í heild sinni má þó upplýsa að það félag sem er í 2. sæti var með 1.331 birtingu. Auk þess eru fimm félaganna okkar á topp 20 á sama lista. 

Sæti    Atvinnugrein                     Fjöldi frétta / greina
1.         BHM                                        2.070
6.         Dýralæknafélag Íslands             565
10.       Félag geislafræðinga                  285
11.       Félag ljósmæðra                         250
15.       Félag lífeindafræðinga                190
18.       Félag ísl. náttúrufræðinga           175Fréttir