Að halda dampi við álag, óvissu og atvinnumissi

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna upp á ókeypis rafræna fræðslu á álagstímum

10.6.2020

 • Naestu_skref_eftir_atvinnumissi_vefmynd
 • Rafræn fræðsla BHM
  Haldadampi_fyrirvef

Mikið hefur mætt á landsmönnum þetta árið vegna COVID-19 heimsfaraldursins. Margir félagsmanna aðildarfélaga BHM hafa misst vinnuna eða eru á hlutabótaleið. Aðrir eru í störfum þar sem álag er mikið og langvarandi vegna ástandsins, annaðhvort í vinnu eða heima fyrir.

BHM vill leggja sitt af mörkum til þess að létta sínum félagsmönnum róðurinn og býður því upp á rafræna fræðslu sem er í senn praktísk og hvetjandi. 

Rafræna fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu, aðeins þarf að skrá sig til að fá aðgang að öllu efninu. Því er skipt í tvennt til að koma sérstaklega til móts við hvorn hópinn fyrir sig, en þeir sem skrá sig hafa aðgang að öllu efninu. 

Smelltu hér til að skrá þig. 

Meðal fyrirlestra eru:

 • Streita í skugga faraldurs - Þóra Sigfríður Einarsdóttir
 • Réttindi starfsmanns við uppsögn - Andri Valur Ívarsson
 • Betri svefn, grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu - Erla Björnsdóttir
 • Í leit að starfi - Geirlaug Jóhannsdóttir
 • Fjármál við atvinnumissi - Sara Jasonardóttir
 • Listin að breyta hverju sem er - Ingrid Kuhlman
 • Atvinnuleysistryggingar - Gísli Davíð Karlsson