Námskeið fyrir félagsmenn norðan heiða

4.10.2017

Að venju býður BHM félagsmönnum aðildarfélaga á Norðurlandi upp á námskeið í samstarfi við Akureyrarbæ. Á haustönn 2017 verða eftirtalin þrjú námskeið í boði. Kennsla fer fram í Lionssalnum, Skipagötu 14 á Akureyri.

7. nóvember - Vinnutengd streita og kulnun

16. nóvember - Námskeið um fundarsköp, fundarstjórn og fundarritun

29. nóvember - Núvitund

Nánari upplýsingar um námskeiðin má nálgast hér.


Sem fyrr þarf að skrá þátttöku fyrirfram á vef BHM. Opnað verður fyrir skráningar kl. 12:00 föstudaginn 6. október nk. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður – fyrst koma, fyrst fá.