Námskeið fyrir trúnaðarmenn komið á rafrænt form á fræðslusíðu BHM

4.11.2020

  • FelagsmennBHM

Tvisvar til þrisvar á ári hefur BHM haldið námskeið fyrir trúnaðarmenn aðildarfélaga sinna. Námskeiðin hafa verið haldin í húsakynnum BHM í Borgartúni 6 en lengi hefur verið stefnt að því að gera fræðsluna aðgengilegri með því að færa hana yfir á rafrænt form.

Nú hefur verið sett upp rafræn fræðslusíða sem kemur í stað námskeiðanna. Hún er á sama svæði og almenn fræðsla fyrir félagsmenn, og því aðgengileg öllum þótt hún sé sniðin sérstaklega að trúnaðarmönnum. Á fræðslusíðunni er efni námskeiðanna brotið niður í styttri myndbönd þar sem farið er yfir fjölmörg atriði sem trúnaðarmenn þurfa að kunna skil á og snúa að hlutverki þeirra. Á síðunni er jafnframt margvíslegt ítarefni og gagnlegir hlekki. 

Hafið í huga að síðan er enn í vinnslu og á næstunni munu bætast við fleiri myndbönd og efni.

Tekið skal fram að þótt námskeið færist yfir á rafrænt form þá er stuðningur og ráðgjöf að sjálfsögðu áfram í boði hjá aðildarfélögum BHM. Við hvetjum því trúnaðarmenn eindregið til að leita til síns stéttarfélags hvort sem er til að fá persónulegan stuðning eða aðstoð vegna mála sem upp koma á þeirra vinnustað.

Trúnaðarmaður sem hefur stofnað aðgang til að fá aðgang að almennu fræðslu BHM fyrr á árinu, þarf ekki að stofna nýjan aðgang, það nægir að smella hér til að skrá sig inn.

Sé trúnaðarmaður að fara í fyrsta skipti á rafrænu fræðslusíðuna þarf að stofna aðgang, það er gert með því að smella hér.


Fréttir