Norræn ráðstefna um starfsendurhæfingu haldin hér á landi

5.8.2016

  • VIRK-logo

Dagana 5.–7. september nk. efna VIRK starfsendurhæfingarsjóður og norrænir samstarfsaðilar til ráðstefnu í Reykjavík um atvinnutengda starfsendurhæfingu. Þetta er í fjórða sinn haldin er norræn ráðstefna um þetta efni og í fyrsta sinn sem slík ráðstefna fer fram hér á landi. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er m.a. ætluð sérfræðingum í endurhæfingu, ráðgjöfum, rannsakendum og starfsmönnum stéttarfélaga. Yfirskrift hennar er ,,Working Together – Connecting Rehabilitation to the Work Place in the Nordic Countries" sem á íslensku útleggst sem ,,Vinnum saman – Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu á Norðurlöndunum". Skráning fer fram á vef VIRK, virk.is, þar sem jafnframt má nálgast dagskrá ráðstefnunnar og aðrar upplýsingar.


Fréttir