Ríkisstjórnin samþykkir frumvarp um aðgerðir gegn atvinnuleysi

31.10.2008

  • johanna
    johanna

Ef starfshlutfall minnkar úr 100 prósentum í 50 lengist tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta úr þremur mánuðum í sex.

"Í þriðja lagi er frumvarpinu ætlað að vernda réttindi launafólks hjá Ábyrgðasjóði launa. Verði fyrirtæki gjaldþrota munu greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa miðast við tekjur samkvæmt því starfshlutfalli sem viðkomandi gegndi áður en til samdráttar kom í fyrirtækinu á tímabilinu 1. október sl. til og með 31. janúar 2009 og að fram hafi komið krafa um gjaldþrotaskipti á búi atvinnurekanda innan tólf mánaða frá þeim tíma sem starfshlutfall starfsmanns var lækkað," segir á vef félagsmálaráðuneytisins.

Enn fremur er það ítrekað að foreldrar á vinnumarkaði halda áunnum rétti sínum til greiðslna samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof og lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna þrátt fyrir atvinnumissi.

Ráðherra greindi frá þessu á ársfundi Vinnumálastofnunar á Nordica í dag um leið og hún hvatti fyrirtæki til að draga úr uppsögnum en lækka þess í stað starfshlutfall hjá fólki. Jóhanna hafði áður boðað tillögur sem þessar á ársfundi ASÍ fyrir viku.

Búast má við að frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi á næstu dögum og vonast ráðherra til að það fái skjóta afgreiðslu.


Fréttir