Óheimil meðferð á vinnustaðaskýrslu sálfræðings - úrskurður Persónuverndar

4.3.2009

Taldi  Persónuvernd að vinnsla persónuupplýsinga, þ. á m. um kvartanda, við framkvæmd umræddrar könnunar á skólastarfi, hafi getað samrýmst 7. tölul. 1. mgr. 8. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd, í ljósi þeirra lögmætu hagsmuna sem af því voru að hafa eftirlit með framkvæmd náms og kennslu.

Hins vegar taldi Persónuvernd  að hafa verði í huga (a) grundvallareglu 7. gr. persónuverndarlaga um að gætt skuli sanngirni og meðalhófs við vinnslu persónuupplýsinga; (b) að upplýsingar um einstaka kennara eins og þær sem hér um ræðir, þ.e. athugasemdir nemenda um störf þeirra, geta verið óáreiðanlegar, sbr. einnig 7. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd; (c) að það var (og er samkvæmt núgildandi lögum) hlutverk skólastjóra en ekki skólanefndar að hafa faglega forystu í skólastarfi; (d) að ekki verður talið málefnalegtforeldrar fái í hendur persónugreinanlegar upplýsingar um starfsfólk skóla sem safnað er með þeim hætti sem hér um ræðir; og (e) að almennt má telja skólanefnd og sveitarstjórn nægja að fá í hendur ópersónugreinanlegar upplýsingar varðandi störf starfsfólks í grunnskólum til að sinna eftirlitshlutverki sínu, a.m.k. um aðra en æðstu stjórnendur skóla sem heyra beint undir sveitarstjórn.

Úrskurður þessi er að mati undirritaðrar áhugaverður og mikilvægt að stjórnendur í skólum og á öðrum vinnustöðum hafi niðurstöður þessar  í huga þegar verið er að gera kannanir eða athuganir á vinnustöðum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óvarlega hefur verið farið með skýrslur af svipuðu tagi og hefur það valdið viðkomandi starfsmönnum vanlíðan og jafnvel starfsmissi.

 

EG/mars 09

 Úrskurður Persónuverndar


Fréttir