Orlofssjóður: umsóknarfrestur fyrir sumar 2009 rennur út 1. apríl

30.3.2009

  • Nýtt hús í Brekkuskógi
    d-hus
    Nýtt hús í Brekkuskógi vígt í júní 2007

Eftir að umsóknarfresturinn rennur út fer úthlutun fram, niðurstöður ættu liggja fyrir 3. - 6. apríl. Svar verður sent í tölvupósti á það netfang sem var notað við innskráningu þegar umsóknin var gerð.  Úthlutun fer eftir punktakerfi þar sem kerfið okkar skoðar hverja umsókn fyrir sig. Ef margir vilja vera á sama stað á sama tíma fær sá úthlutum sem á flesta punkta.
 
Punktasöfnun fer þannig fram að fyrir hvern mánuð sem greitt er í sjóðinn fást 4 punktar. Ef úthlutun fæst tapast 150 punktar.  Punktainneign í sjóðnum er hægt að skoða á bókunarvefnum undir “punktar”.
 
Ekki skiptir máli hvenær á umsóknarfrestinum umsóknin kemur inn, svo framarlega sem hún kemur inn í síðasta lagi að kvöldi 1. apríl, það er aðeins horft á punktana.   


Sótt er um dvöl í orlofshúsi með því að nota rafræna umsóknarformið á heimsíðunni. Þá er farið á bókunarvefinn, kennitala ásamt netfangi veitir aðgang.  Rafrænt umsóknarferli flýtir fyrir afgreiðslu og niðurstöðum.  
 
Hér má nálgast orlofsblað BHM 2009  sem einnig hefur verið sent heim til allra sjóðsfélaga orlofssjóðsins.


Fréttir