Saga Bandalags háskólamanna 1958–2008

11.6.2009

 

Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur skráði sögu BHM. Bókin er 334 blaðsíður að lengd og skiptist í 8 kafla. Í bókarlok eru ítarlegar skrár: tilvísanir, heimildaskrá, myndaskrá og nafna- og hugtakaskrá. Um 190 ljósmyndir prýða ritið og í raun segja þær heilmikla sögu.

Fyrst er sagt frá upphafi bandalagsins og þeim jarðvegi sem það var sprottið úr. Það voru 11 félög sem stofnuðu það en fljótlega fór þeim fjölgandi. Þá er greint frá langri og strangri baráttu bandalagsins fyrir að fá samnings- og verkfallsrétt. Ríkisvaldið var lengi tregt til að viðurkenna bandalagið og BSRB fór með samningsrétt allra opinberra starfsmanna fram á áttunda áratuginn. Fjallað er um stofnun launamálaráðs opinberra starfsmanna innan samtakanna og því lýst hvernig ráðið efldist á sama tíma og allan kraft dró úr bandalaginu sjálfu, móðurfélaginu. Það leiddi að lokum til stofnunar BHMR, eftir að aðildarfélögin höfðu breyst úr fagfélögum háskólafólks í stéttarfélög, en BHM var lagt niður árið 1993. Stuttu seinna tók BHMR upp gamla nafnið og hefur síðan kallast Bandalag háskólamanna, skammstafað BHM.

Þetta er nokkuð undarleg og jafnvel flókin þroskasaga en áhugaverð og lærdómsrík.

Smelltu hér til að panta bókina.


Fréttir