Ályktun stjórnar Bandalags háskólamanna föstudaginn 19. júní

19.6.2009

Stjórn BHM áréttar að ekki kemur til greina að stéttarfélög innan þess taki þátt í að færa niður kjarasamningsbundna taxta.

 

Á síðustu mánuðum hafa laun opinberra starfsmanna verið lækkuð umtalsvert. Vinnufyrirkomulagi hefur verið breytt, dagvinnufólk gert að vaktavinnufólki, yfirvinna skorin niður og akstursgreiðslur lækkaðar. Samkvæmt fjármálaráðherra hafa yfirvinnugreiðslur hjá ríkinu lækkað um 22% síðast liðna 6 mánuði og aðrar aukagreiðslur enn frekar.

 

Stjórn BHM gerir sér fulla grein fyrir ástandi ríkisfjármála og nauðsyn þess að lækka útgjöld og beita öllum tiltækum ráðum til sparnaðar. Bandalagið hefur í yfirstandandi kjaraviðræðum aldrei minnst á það að hækka laun félagsmanna sinna. En stéttarfélög innan BHM munu ekki taka þátt í því að lækka launataxta félagsmanna sinna og geri ríkisstjórnin það einhliða er viðræðum um stöðuleikasáttmála lokið af hálfu bandalagsins.


Fréttir