Ályktun aðalfundar Félags háskólakennara, 1. júní 2010

4.6.2010

Aðalfundur Félags háskólakennara skorar á ríkisstjórn að setja fram skýra stefnu í málefnum háskóla á Íslandi. Núverandi stjórnvöld hafa enn ekki breytt stefnu fyrrum stjórnvalda í menntamálum sem gagnrýnd er í Rannsóknarskýrslu Alþingis (sbr. 8. kafla, viðauka 1, kafla III.3 Háskólasamfélagið).

Félag háskólakennara lýsir sig reiðubúið til samstarfs um að leita leiða til hagræðingar í rekstri háskólastigsins í heild sinni. Forgangsraða þarf fjárveitingum til einstakra skóla og skoða af heilum hug hvort raunveruleg þörf sé á þeim fjölda skóla á háskólastigi sem nú er. Einnig þarf að skoða hvort aukið samstarf skólanna og jafnvel sameiningar séu vænlegar leiðir til sparnaðar og hvernig þau lönd sem við viljum bera okkur saman við í menntamálum standa að fjárveitingum til einkaháskóla og ríkisháskóla.


Fréttir