8. mars - Viðburðir í tilefni Alþjóðlegs baráttudags kvenna

Hádegisfundir á Grand Hótel Reykjavík og Hótel Kea og dagskrá kl. 17:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 

2.3.2011

Staða konunnar er laus til umsóknar - Jafnrétti úr viðjum vanans!

Samtök launamanna, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð efna til hádegisfundar í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna þann 8. mars.

Erindi flutt um fjölþætta mismunun, velferð kvenna fyrir og eftir efnahagshrun og málflutning karla um jafnrétti ("Öðlingurinn").

Sjá dagskrá: 8mars_2011

 

Er þetta allt að koma? Hádegisfundur Hótel Kea Akureyri.

Jafnréttisstofa ásamt Akureyrarbæ, ASÍ, BHM, KÍ og BSRB boða til hádegisfundar um launamun kynjanna, aðgerðir Akureyrarbæjar til að afnema launamisrétti og hvernig mögulegt er að viðhalda góðum árangri.  Einnig verður  fjallað um áhrif niðurskurðar á konur og karla og hvaða aðferðum er hægt að beita til að niðurskurður bitni ekki frekar á öðru kyninu en hinu.

Sjá dagskrá: Hadegisfundur-8.mars-2011--Launajofnudur,-adgerdir-og-nidurskurdur

 

8.mars í 100 ár - Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti.

Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 17
Ávörp:
Elín Björg Jónsdóttir: Þín herhvöt oft fékk ekki svar
Fatima Khua: Konur í stríði og friði
Harpa Stefánsdóttir: 8. mars í Mamadur - vídeóinnslag
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir: Oue vadis, domina? – Hvert ætlarðu, kona?
Andrés Magnússon: Áhrif stríðs á manneskjuna
Katrín Oddsdóttir: Hið ofbeldisfulla afstöðuleysi
Ellen Kristjánsdóttir syngur
Helga Tryggvadóttir: Frelsi og rétturinn til að mótmæla
María S. Gunnarsdóttir: Tímamót
Fundarstjóri: Kolbrún Halldórsdóttir

Að dagskránni standa: Menningar- og friðarsamtökin MFÍK, Alþjóðlegur jafnréttisskóli við Háskóla Íslands (GEST-programme), BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Félagsráðgjafafélag Íslands, Íslandsdeild Amnesty International, Kennarasamband Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Samtök um Kvennaathvarf, SFR- stéttarfélag í almannaþjónustu, SHA - Samtök hernaðarandstæðinga, Sjúkraliðafélag Íslands, ST.Rv – Starfsmannafélag Reykjavíkur, Söguhirngur kvenna, Þroskaþjálfafélag Íslands.