1000 ný námstækifæri fyrir atvinnuleitendur

10.5.2011

  • namervinnandivegur_merki
    namervinnandivegur_merki

Fjármögnun átaksins var tryggð með samráði ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins í tengslum við gerð kjarasamninga en í heild verða framlög til menntamála með átakinu aukin um sjö milljarða króna næstu þrjú ár. 

Framhaldsskólinn verður efldur og opnaður

Atvinnuleitendum verður gefið tækifæri til að mennta sig, sérstakur þróunarsjóður stofnaður til að efla starfstengt nám og samstarf skóla og fyrirtækja um starfstengt nám verður aukið. Lög um LÍN og framfærslukerfi námsmanna verða endurskoðuð, skil framhaldsskóla og fullorðinsfræðslu verða gerð sveigjanlegri, námsráðgjöf efld og vinnustaðanámssjóður styrktur.

Haustið 2011 verður allt að 1.000 atvinnuleitendum tryggð námstækifæri í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og í framhaldsfræðslu og einnig skólaárin 2012 og 2013.

Atvinnuleitendum sem fara í lánshæft nám og uppfylla önnur skilyrði mun standa til boða fyrirgreiðsla hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) en unnið er að tillögum um hvernig best verði hagað framfærslustuðningi við þá sem ekki njóta fyrirgreiðslu LÍN. Áhersla verður lögð á að samræma framfærsluviðmið vegna námslána og annarra bóta en gert er ráð fyrir því að Atvinnuleysistryggingasjóður beri framfærslukostnað þeirra sem ekki njóta námslána.

Nám er vinnandi vegur byggir á því markmiði Íslands 2020 að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið námi í framhaldsskóla fari úr 30% niður í 10% fyrir árið 2020.


Fréttir