Málþing um samspil lífeyris og almannatrygginga 19. janúar 2012

10.1.2012

 

Samspil lífeyris og almannatrygginga
- þín framtíð -

 

BHM stendur, ásamt BSRB og KÍ, að málþingi um samspil lífeyris og almannatrygginga haldið á Grand hótel Reykjavík (Gullteig)
þann 19. janúar nk. frá kl.13.00-16.00.

Málþingið er mikilvægt innlegg í umræðuna um stöðu lífeyrismála og mögulegar breytingar á framtíðarfyrirkomulagi þeirra. Því er ætlað  að auka þekkingu almennings á lífeyrismálum og þátttöku ríkisins í öðrum kjörum fólks á efri árum.

 

DAGSKRÁ

Benedikt Jóhannesson frá Talnakönnun  kynnir niðurstöður skýrslu sem hann vann að beiðni BHM, BSRB og KÍ um samspil
lífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun. „Feikna skuldbindingar vegna LSR. En ekki er allt sem sýnist“.

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar „Lífeyristrygging - Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða“

Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra,  Lífeyriskerfið - óvissuþættir og framtíðarhorfur

Eiríkur Jónsson frá KÍ flytur inngangsorð og Guðlaug Kristjánsdóttir frá BHM samantekt fyrir hönd bandalaganna þriggja, en fundarstjórn verður í höndum Elínar Bjargar Jónsdóttur frá BSRB.


Málþingið er öllum opið og aðgangur er ókeypis.  

Hægt er að skrá sig hér


Hægt verður að fylgjast með málþinginu í gegnum netið á slóðinni:
 http://straumur.bhm.is/

Aðgangsorðin eru:  ID 1300 og PIN 190112   Það helsta sem fólk hefur lent í vandræðum með er að það hefur þurft að uppfæra forrit, þeir sem eru í kerfisleigu þurfa að vera utan kerfisleigunnar. Eins hefur fólk lent í vandræðum með hljóð þ.e. að hafa ekki getað hækkað nægjanlega í hátölurum í tölvunni hægt er að bregðast við því með auka hátölurum.

 


Fréttir