Mótum framtíðina - ályktanir frá aðalfundi BHM

30.4.2012

 

Þess er krafist að launagreiðendur standi við samninga um að tímabundnar launalækkanir í kjölfar hruns verði látnar ganga til baka, en nokkur misbrestur hefur orðið á því.

Aðalfundur BHM fagnar vilja stjórnvalda til að endurskoða greiðslubyrði á námslánum og hvetur til þess að kraftur verði settur í það ferli.

Aðalfundur BHM ítrekar fyrri kröfur bandalagsins um að kjör foreldra í fæðingarorlofi verði lagfærð, hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar og kjarasamningsbundnar eingreiðslur frá síðustu samningum látnar ná til nýbakaðra foreldra.

Þá lýsir aðalfundur BHM yfir áhyggjum af lækkuðum fjárveitingum og versnandi aðbúnaði í  íslenskum háskólum sem ógna rannsóknastarfi og gæðum náms.

Sjá nánar.


Fréttir