Ný skýrsla um efnahagsumhverfi og launaþróun

Frá heildarsamtökum launafólks á Íslandi

18.10.2013

  • I-addraganda-kjarasamninga
    http://issuu.com/bhmvefur/docs/vinnumarkadsskyrsla-18.10.2013?e=8651333/5283792

Skýrslan Í aðdrangand kjarasamninga: Efnahagsumhverfi og launaþróun er mikilvægt innlegg í komandi kjaraviðræður.  Í henni er kjaraþróun undanfarinna ára rakin auk þess sem leitast er við að varpa ljósi á efnahagsumhverfið á komandi misserum. Bandalag háskólamanna fagnar því að aðilar vinnumarkaðar komi sameiginlega að gagnaöflun og greiningarvinnu í aðdraganda samninga og er það trú bandalagsins að skýrslan sé mikilvægt skref í því sameiginlega verkefni aðila að bæta vinnubrögð við kjarasamningagerð.

Útgáfa skýrslunnar markar jafnframt ákveðin þáttaskil í upptakti kjarasamninga á Íslandi, þar sem öll heildarsamtök launafólks vinna nú sameiginlega að undirbúningi, BHM þar á meðal. Skýrslan er unnin að norrænni fyrirmynd og var við gerð hennar horft sérstaklega til skýrslu vinnuhóps aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga og vinnumarkaðinn á Norðurlöndunum sem kom út í maí á þessu ári.

Greiningin er unnin að undirlagi Samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (SALEK) og á formaður BHM sæti í þeirri nefnd. SALEK-nefndin skipaði tvo starfshópa sem unnu skýrsluna sem kynnt er í dag og átti hagfræðingur BHM sæti í þeim báðum. Hagfræðingur BHM mun vinna sérstaka greiningu á stöðu aðildarfélaga BHM í úttektinni og kynna á kjararáðstefnu BHM síðar í haust.


Fréttir