Kjararáðstefna BHM

Ráðstefnan er ætluð forystufólki og samningafólki félaganna.

30.10.2013

  • Kjararadst.-bodskort-4.11.12
    Dagskrá Kjararáðstefnu BHM 4. nóvember 2013

Kjararáðstefna BHM verður haldin n.k. mánudaginn, þann 4. nóvember, á Grand Hótel Reykjavík.

Ráðstefnan er ætluð forystufólki og samningafólki félaganna.

Dagskráin er í grunninn tvískipt og lýtur annars vegar að upplýsingagjöf til okkar forystu- og samningafólks og hins vegar upplýsingaöflunar frá því sama fólki um áherslur sem félagsmenn vilja leggja í komandi kjarasamningum.

Upplýsingagjöfin er þríþætt; erindi fjármálaráðherra, kynning hagfræðings BHM á nýrri skýrslu um efnahagsumhverfi og launaþróun og loks greinargerð um lok starfs við bókun 1 gagnvart ríkinu.

Upplýsingaöflun fer fram á formi hringborðsumræðna þar sem þátttakendur koma sínum skilaboðum á framfæri.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Fréttir