Ályktun stjórnar BHM

Vegna einhliða breytingar Sjúkratrygginga Íslands á samningi við sjúkraþjálfara

10.1.2014

  • Felag-sjukrathjalfara
    Félag sjúkraþjálfara

Stjórn BHM gerir alvarlegar athugasemdir við einhliða breytingar Sjúkratrygginga Íslands á samningi við sjúkraþjálfara sem framkvæmdar voru án nokkurs samráðs eða samskipta milli aðila. BHM leggur ríka áherslu á að samningsumboð sé virt og að samráð sé haft við faghópa þegar fjallað er um kerfisbreytingar á verksviði þeirra.

BHM styður það mat sjúkraþjálfara að með þessari gjörð hafi samningi við þá verið sagt upp einhliða og að ganga verði til nýrra samningsviðræðna hið fyrsta.


Fréttir