Staða samningamála

24.1.2014

  • photo
    Samninganefnd BHM Stefán Aðalsteinsson, Guðlaug Kristjánsdóttir, Erna Guðmundsdóttir og Georg Brynjarsson.

Viðræðunefnd BHM hefur átt þrjá fundi með samninganefnd ríkisins, þrjá fundi með samninganefnd Reykjavíkurborgar og tvo fundi með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundir með þessum þremur samningsaðilum eru bókaðir dagana 27. – 29. janúar.

BHM hefur kynnt samningsaðilum áherslur sínar um launaleiðréttingu í ljósi þess hve kjör háskólamenntaðra starfsmanna hjá því opinbera hafa rýrnað á undanförnum árum. BHM hefur lagt áherslu á að um sameiginlegt verkefni sé að ræða og báðir aðilar þurfi að leggjast á eitt til að finna ásættanlega lausn.

Fundirnir hafa verið upplýsandi og jákvæðir og allir aðilar sammála um að bæta þurfi kjör háskólamenntaðra starfsmanna.


Fréttir