Ég fer í fríið

31.1.2014

  • Orlofsbladid-2014-nota
    Forsíða Orlofsblaðs 2014, hluti

Orlofsblað OBHM 2014 er komið út. Áhersla er lögð á fjölbreytta orlofskosti fyrir sjóðfélaga.  Í boði eru 74 orlofshús/íbúðir innanlands og 10 orlofshús/íbúðir erlendis. 

Úthlutun vegna páska- og sumarleigu fer eftir punktastöðu félagsmanna, því fleiri punktar því meiri möguleikar á úthlutun. Sjóðfélagar ávinna sér 48 punkta á ári eða 4 punkta fyrir hvern mánuð sem greitt er í sjóðinn. Hægt er að sjá punktastöðu sína á bókunarvefnum.

150 punktar dragast af inneign við páska- og sumarúthlutun innanlands sem utan. Á öðrum tíma dragast 15 punktar af úthlutun erlendis en engir af úthlutun innanlands.
 

Vetrarleiga
Nýr mánuður  í vetrarleigu er alltaf settur inn kl. 9 að morgni 15. hvers mánaðar nema þegar 15. ber upp á helgi eða frídag þá opnast fyrir bókanir á fyrsta virka degi á eftir.

Páskaleiga
Úthlutunartímabilið er frá 16. apríl til  23. apríl (vika). Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. mars.

Sumarleiga
Hægt er að sækja um 10 staði og skila þeir sér í forgangsröð, það sem fyrst er  valið telst vera fyrsti kostur og svo framvegis.

  • Útlönd: Úthlutunartímabilið er frá 2. maí til og með 19. september (20 vikur). Umsóknarfrestur er til miðnættis 13. febrúar.
  • Innanlands: úthlutunartímabilið er frá 13. júní til og með 22. ágúst (10 vikur). Umsóknarfrestur er til miðnættis 1. apríl.


Flakkarinn
Áfram verður mögulegt að nýta hinn svokallaða Flakkara yfir sumartímabilið.  Með Flakkaranum er átt við það fyrirkomulag að eitt hús í hverjum landshluta er undanskilið hefðbundinni úthlutun þar sem tekið er mið af punktafjölda umsækjenda. Mun punktafjöldi því ekki hafa áhrif á möguleika sjóðfélaga til að fá þessi tilteknu hús heldur ræður þar aðferðin fyrstur kemur, fyrstur fær. Þess er vænst að þetta fyrirkomulag auki möguleika þeirra sem eiga fáa punkta til að fá orlofshús að sumarlagi.

 Á vef Orlofssjóðsins má finna allar nánari upplýsingar.

 

 


Fréttir