Chat with us, powered by LiveChat

Náttúrufræðingar á Landspítalanum boða verkfall

20.5.2014

  • Logo-FIN-vinstramegin

Verkfallið er boðað frá og með 4. júní næstkomandi og komi til verkfalls muni það hafa mikil áhrif. Formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, Páll Halldórsson, segir að verkfallið nái til um sjötíu starfsmanna á spítalanum, líffræðinga sem vinna m.a. í Blóðbankanum og við ónæmis- og veirufræði.

Afar illa hafi gengið að gera stofnanasamning við spítalann og launamunur sé orðinn mikill milli náttúrufræðinga sem starfa hjá ríkinu, þar sem launin á Landspítalanum séu við botninn. Síðastliðið vor þegar gerðir voru jafnlaunasamningar á spítalanum, var gengið framhjá þessum hópi.


Fréttir