Chat with us, powered by LiveChat

Breyting á innheimtu iðgjalda aðildarfélaga

27.5.2014

  • Logo-BHM

Þann 2. júní nk. mun breyting verða á innheimtu iðgjalda aðildarfélaga BHM.

Í stað þess að launagreiðandi greiði upphæð skilagreina inn á reikning BHM eins og gert er í dag, mun BHM senda kröfur í netbanka um leið og skilagrein berst frá launagreiðanda og hún hefur verið bókuð.

Gjalddagi kröfu er 15. dagur næsta mánaðar eftir útborgunarmánuð en eindagi síðasti virki dagur þess mánaðar.

Dráttarvextir munu reiknast á kröfuna sé hún ekki greidd fyrir eindaga.


Fréttir