Chat with us, powered by LiveChat

BHM og ríkið skrifa undir samning

29.5.2014

  • Karp-2.
    Frá undirritun samnings við ríkið 28.05.14

Sextán aðildarfélög BHM undirrituðu í gærkvöldi samning við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Fimm félög eiga enn ósamið við ríkið það eru: Félag leikstjóra á Íslandi, Félag lífeindafræðinga, Félag íslenskra náttúrufræðinga, Félag prófessora við ríkisháskóla og Félag íslenskra hljómlistarmanna. 

Samningurinn er á svipuðum nótum og samningar á almennum vinnumarkaði og nær til 13 mánaða, frá 1. fe­brú­ar sl. út febrúar 2015 og munu viðræður um nýjan samning hefjast strax.

Auk launahækkana kveður samningurinn á um samstarf aðila að tilteknum verkefnum er snúa að kjara- og réttindamálum og má því segja að með samningnum hafi verið stigin ákveðin skref í rétta átt.

Samningurinn fer nú í kynningu hjá aðildarfélögunum og að því loknu í atkvæðagreiðslu.


Fréttir