Chat with us, powered by LiveChat

Endurskoðun námslánakerfisins brýn

7.7.2014

  • Mynd-afhent
    Formaður BHM Guðlaug Kristjánsdóttir og Halldór Baldursson sem teiknaði myndina.

Fleiri voru brautskráðir með háskólagráðu á Íslandi en nokkru sinni fyrr. En námslán verða mörgum þungur baggi.

Námslánaskuldir eru orðnar hluti af kjaramálum aldraðra. Þessar skuldir falla ekki niður fyrr en við andlát lántakanda og þróunin hefur orðið sú að námsskuldir fylgja fólki lengra og lengra fram eftir aldri. BHM kannaði stöðu félagsmanna sína gagnvart Lánasjóði íslenskra námsmanna í síðustu kjarakönnun sinni.

Könnun BHM leiddi í ljós að 86% svarenda höfðu tekið námslán, og þeir töldu endurgreiðslur valda umtalsverðu álagi á fjárhags sinn, eða sem svarar þriggja vikna tekjum á hverju hausti. Konur greiða lán sín hægar upp en karlar, enda laun þeirra almennt lægri og endurgreiðslur tekjutengdar. Lán eru hins ámóta há hjá báðum kynjum. Þá skulda um 20% svarenda 60 ára og eldri enn námslán, og Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM býst við að það hlutfall eigi eftir að hækka.

Hér má hlusta á viðtal við formann BHM, Guðlaugu Kristjánsdóttur, um námslánakerfið í Speglinum þann 2. júlí 2014.

Mynd eftir Halldór Baldursson.

 

Segja má að mynd Halldórs Baldurssonar sem birtist í Fréttablaðinu þann 24. júní sl. sé algjörlega með puttann á púlsinum. Því erum við afar glöð að hafa náð myndinni og vorum ekki lengi að setja hana upp á skrifstofu BHM, en bandalagið festi kaup á henni nýverðið. 

Á mynd hér fyrir ofan má svo sjá formann BHM, Guðlaugu Kristjánsdóttur, taka við myndinni af listamanninum, Halldóri Baldurssyni.

Þá er það dúxinn í ár. Með 16,4 milljónir í námsskuldir, verðtryggðar á vöxtum + lántökugjald og ekki nema 8,7% líkur á að fá starf í sínu fagi. Til hamingju! 


Fréttir