Chat with us, powered by LiveChat

Undirbúningsvinna vegna kjarasamninga hafin

18.8.2014

  • Undirb.-5
    Undirbúningsfundir vegna kjarasamninga ágúst 2014.

Hafin er undirbúningsvinna fyrir gerð nýs kjarasamnings við ríkið. Samkomulagið við ríkið um launabreytingar sem gerður var í vor rennur út þann 28. febrúar 2015. Það er því ekki til setunnar boðið því fjölmörg mál þarf að skoða og samræma.

Til umfjöllunar eru þættir sem skipta verulegu máli fyrir hagsmuni félagsmanna, eins og launaliður kjarasamningsins, mat á menntun, umgjörð stofnanasamninga, réttindamál, lagaumhverfi, vaktavinna og endurskoðun hvíldarákvæðis.

Við undirritun samkomulagsins við ríkið í vor var samþykkt samkomulag um viðræðuáætlun um endurnýjun kjarasamninga milli aðila og er stefnt að því að þeirri vinnu ljúki fyrir 28. febrúar 2015. 

Fréttir