Chat with us, powered by LiveChat

Ráðstefnan Þriðja æviskeiðið - nýtum og njótum

17.9.2014

Hvað er þriðja æviskeiðið? Hvernig er best að haga undirbúningi svo það veki ánægju og tilhlökkun? Leitað verður svara við þessum spurningum og mörgum öðrum, sem tengjast þriðja æviskeiðinu, á ráðstefnu sem haldin verður þriðjudaginn 23. september nk. Fyrirlesarar koma víðsvegar að úr heiminum og hafa fjölbreytta reynslu og bakgrunn. Ráðstefnan fer fram á ensku.

Stund og staður: Þriðjudagur 23. september 2014kl. 13.30 til 17.00 í Listasafni Reykjavíkur.

Fyrir hverja? Stjórnendur, mannauðsstjóra og alla þá sem vilja krydda líf sitt upp úr fimmtugu!

Dagskrá

Setning - Jón Steindór Valdimarsson, Evris

Ávarp - Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

IAUTA and international cooperation for seniors' expectation - Francois Vellas, prófessor við University of Toulouse í Frakklandi og forseti IAUTA, International Association of Universities of the Third Age

Þriðja æviskeiðið sem verkefni - Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, formaður U3A Reykjavík

Training for staff development and promotion of Active Ageing - Concepción Bru Ronda, forstöðukona, Permanent University, Alicante og Marian Alesón Carbonell, prófessor við University of Alicante (flytur ávarpið)

Development and Future Directions of U3A in Poland - Malgorzata Stanowska, forstöðukona, University of the Third Age (U3A), Lublin, Póllandi

Kaffihlé - 15:00 - 15:25

Viska; magn og gæði – Hvernig og hvenær nýtist uppsöfnuð þekking kynslóðanna? - Hilmar Bragi Janusson, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands

NEXT3 , New Exchange of Time, Talent and Treasure - Julie Schniewind, ráðgjafi og fyrrum forstöðukona Corporate Learning Initiatives fyrir Sawyer Business School, Suffolk University í Boston, MA.  

Lífselexír - Hrund Gunnsteinsdóttir, ráðgjafi, kvikmyndagerðarkona og frumkvöðull

Pallborðsumræður

Samantekt og slit - Hans Guðmundsson, U3A Reykjavik

Ráðstefnustjórn: Hulda Herjolfsdóttir Skogland, Evris

 

Nánar: Ráðstefnan markar upphafið að Evrópuverkefninu BALL - Be Active through Lifelong Learning. Fjöldi þeirra borgara sem ná þriðja æviskeiðinu eykst stöðugt. Þessir borgarar eru flestir virkir, við góða heilsu og áhugasamir um að takast á við ný verkefni, læra meira, miðla reynslu sinni og þekkingu í samfélaginu og eiga samskipti við yngri kynslóðir. Best er að búa sig skipulega undir þetta þriðja æviskeið og líta á það sem skeið frelsis og nýrra tækifæra. Yfirgrípandi markmið ráðstefnunnar er að vekja máls á og velta upp leiðum og möguleikum til að auka lifsgæði þessa æviskeiðs, til ánægju og árangurs fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Á ráðstefnunni verða dregin upp nokkur dæmi um það hvernig hægt er að stýra slíkum breytingum á árangursríkan hátt, veita hvatningu og uppörvun til aðgerða og það með góðum fyrirvara.    


Fréttir