Chat with us, powered by LiveChat

BHM og Starfsþróunarsetur háskólamanna auglýsa tvö störf laus til umsóknar

13.10.2014

 • augl
  Áuglýsing BHM og Starfsþróunarsetur háskólamanna þar sem tvö störf eru auglýst laus til umsóknar.

BHM er bandalag 27 aðildarfélaga og félagsmenn eru 10.000. Hjá BHM og tengdum sjóðum starfa 17 starfsmenn en um 35 starfsmenn eru hjá BHM og aðildarfélögum á starfsstöðinni í Borgartúni 6.

Ráðgjafi fyrir Starfsmenntasjóð BHM og Sjúkrasjóð BHM.
Um er að ræða 100% framtíðarstarf.

Ábyrgðarsvið:

 • Móttaka og meðhöndlun gagna
 • Upplýsingagjöf til félagsmanna
 • Umsjón og eftirlit með rafrænu umsóknarferli
 • Undirbúningur stjórnarfunda og gagnaöflun fyrir stjórnir sjóðanna

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund
 • Frumkvæði og skipulagshæfni
 • Mjög gott vald á íslensku máli
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu og reynsla af störfum félagasamtaka er kostur

BHM er samtök 27 félaga og félagsmenn eru 10.000. Um 65% félagsmanna eru konur. Hjá BHM og tengdum sjóðum starfa 17 starfsmenn en um 35 starfsmenn eru hjá BHM og aðildarfélögum að starfsstöðinni í Borgartúni 6.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum


Ráðgjafi fyrir Starfsþróunarsetur háskólamanna

Um er að ræða 50% starf og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst.


Ábyrgðarsvið:

 • Þjónusta og upplýsingagjöf til félagsmanna
 • Móttaka og meðhöndlun gagna
 • Úrvinnsla umsókna
 • Úthlutun styrkja
 • Önnur verkefni í samráði við yfirmann


Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund
 • Góð tölvukunnátta, sérstaklega í Excel
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt að verkefnum
 • Mjög gott vald á íslensku máli og góð enskukunnátta

Tilgangur Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna aðildarfélaga BHM sem aðild eiga að setrinu og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun. Setrinu er ætlað að hvetja stofnanir til að styðja starfsmenn til að auka og nýta þekkingu sína í starfi og viðhalda þannig verðgildi sínu á vinnumarkaði.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veita Tómas Oddur Hrafnsson (tomas.hrafnsson@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum

 


Fréttir