Chat with us, powered by LiveChat

Stjórn BHM lýsir stuðningi við kjarabaráttu lækna

29.10.2014

  • Logo-BHM

Stjórn BHM lýsir yfir stuðningi við kjarabaráttu Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands og áréttar mikilvægi þess að starfsaðstæður og laun heilbrigðisstarfsfólks, sem og annarra háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi verði samkeppnishæf við kjör sem bjóðast erlendis.

Ella eru horfur á enn frekari atgervisflótta sérfræðinga, með tilheyrandi afturför fyrir íslenskt samfélag.

Atgervisflótti háskólamenntaðra er samfélaginu dýrkeyptur; fjárfesting í þekkingu fer forgörðum, skatttekjur tapast og undirstöður almannaþjónustu veikjast. Stjórn BHM skorar á stjórnvöld að afstýra þeirri þróun með forgangsröðun í þágu þekkingar á vinnumarkaði.

 


Fréttir