Chat with us, powered by LiveChat

Félag prófessora við ríkisháskóla samþykkja verkfallsboðun

11.11.2014

  • fpr

Allsherjaratkvæðagreiðsla félagsmanna Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls er hefjist á miðnætti mánudaginn 1. desember nk. og geti staðið til miðnættis mánudaginn 15. desember hefur farið fram.

Atkvæði féllu þannig:
Alls voru 313 á kjörskrá
Atkvæði greiddu 242 eða 77,3% félagsmanna á kjörskrá, 71 félagsmaður eða 22,7% greiddi ekki atkvæði.

„Já“ sögðu 195 eða 80,6% þeirra sem greiddu atkvæði.
„Nei“ sögðu 47 eða 19,4% þeirra sem greiddu atkvæði.

Samninganefnd Félags prófessora mun á næstu dögum funda með samninganefnd ríkisins (SNR) og í framhaldinu mun stjórn félagsins taka afstöðu til þess hvort af verkfalli verður. Stjórn Félags prófessora við ríkisháskóla vonast til að samningar náist án þess að komi til verkfalls.Fréttir