Chat with us, powered by LiveChat

Samstarf um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu jafnlaunastaðals undirritað

13.11.2014

  • photo4

Aðilar vinnumarkaðar, velferðarràðuneytið og fjàrmàla- og efnahagsràðuneytið hafa undirritað samstarfssamning um fræðslu og ràðgjöf við innleiðingu à jafnlaunastaðli.

Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er afurð áralangs samstarfs heildarsamtaka launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda, sem í dag undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu hans.

Markmiðið með innleiðingu jafnlaunastaðals er að auka gagnsæi og gæði launaákvarðana svo sömu kjör fylgi jafnverðmætum störfum. Staðallinn er byggður upp eins og alþjóðlegir stjórnunarstaðlar og fyrirtæki og stofnanir sem vilja nýta hann þurfa að uppfylla kröfur staðalsins og hljóta sérstaka vottun geri þau það.
Fréttir