Chat with us, powered by LiveChat

Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

17.11.2014

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vegna flutninga Fiskistofu. Óskað er eftir öllum gögnum sem styðja lagalega ákvörðun ráðherra um flutningana.

Er ráðherra krafinn svara við sex spurningum og er m.a. er óskað eftir upplýsingum um á hvaða lagagrundvelli hafi verið byggt um heimild til flutningsins þegar starfsmönnunum var tilkynnt munnlega um þá ákvörðun á fundi 27. júní.

Ennfremur er óskað eftir afstöðu ráðherra til þess hvernig það samrýmist vönduðum stjórnsýsluháttum að kynna starfsfólki flutninginn með þeim hætti sem gert var. 

Auk allra gagna sem tekin hafa verið saman um heimild ráðherra til að ákveða flutningana. 

Ráðherra hefur frest til 10. desember til að svara. 


Fréttir