Chat with us, powered by LiveChat

Breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands

16.12.2014

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, þingskjal 666, 434. mál. Ekki hefur verið mælt fyrir málinu en BHM telur engu að síður mikilvægt að koma fram með athugasemdir nú svo taka megi tillit til þeirra við efnislega umræðu um málið. BHM mun senda Alþingi formlega umsögn þegar málið verður komið til umræðu.

Athugasemdir BHM snúa einkum að tvennu annars vegar að almennum heimildum ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana sem undir hann heyra og útvíkkun heimildar til að flytja starfsmenn milli ráðuneyta og stofnana. BHM telur ekki rétt að endurvekja umrædda heimild en núgildandi lög um Stjórnarráð Íslands voru samin af helstu sérfræðingum á sviði stjórnskipunar- og stjórnsýsluréttar. Það sé því engin tilviljun að almenna heimildin var felld brott úr lögum.

BHM telur ennfremur að valdið til að ákveða staðsetningu og flutning  ríkisstofnunar eigi að vera hjá Alþingi, en það kemur í veg fyrir geðþóttaákvarðanir ráðherra.

Að lokum telur BHM að frumvarpið gangi gegn reglum um skyldu stjórnvalda til að auglýsa lausar stöður til umsóknar. Sú meginregla byggir annars vegar á jafnræðissjónarmiðum um að veita beri öllum þeim sem hafa áhuga tækifæri til að sækja um opinbera stöðu og að hæfasti umsækjandi sé valinn.

Hér má lesa greinargerð BHM í heild sinni.

Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, nr. 115/2011, þingskjal 666, 434. mál.Fréttir