Skiptir máli að gæðaviðmið háskóla verði sýnileg

Málþing um skýrslu OECD sérfræðinga um íslenska háskóla

6.9.2006

Föstudaginn 8. september efnir menntamálaráðuneytið til málþings um skýrslu sérfræðinga á vegum OECD um æðri menntun á Íslandi. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur meðal annars fram að uppbygging gæðakerfa og þróun nýrra viðhorfa í gæðamálum séu eitt meginviðfangsefni íslenska háskólakerfisins á næstunni.

“Hlutverk Mats- og greiningardeildarinnar verður að hafa eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna hjá íslenskum háskólum”, sagði Arnór ennfremur, “en allt starf okkar er í mótun. Ný lög um háskóla kveða á um viðurkenningu fræðasviða og það ferli á að taka næstu tvö árin. Við munum þróa okkar starf samhliða því. Það er þó ljóst að með því að leggja mat á innri gæðakerfi skólanna erum við að ná til flestra eða allra þátta starfsemi þeirra, allt frá því hversu greinagóðar upplýsingar og þjónustu þeir veita nemendum, til framkvæmdar kennslu og rannsókna.

Við munum fylgja alþjóðlegum viðmiðum og eiga samvinnu við samsvarandi stofnanir í öðrum löndum, en nú er verið að undirbúa lista yfir viðurkenndar matsstofnanir í Evrópu.”
Fréttir