Chat with us, powered by LiveChat

Fullsetin trúnaðarmannanámskeið

Ætluð öllum þeim sem hafa stöðu trúnaðarmanns

24.10.2006

  • Námskeið trúnaðarmanna
    Trúnaðarmannanámskeið
    Frá námskeiði trúnaðarmanna, sem haldið var föstudaginn 20. október í fundarsal BHM í Borgartúni 6.

Námskeið þetta er nú haldið með nýju sniði. Í stað heils dags námskeiðs, sem var sniðið fyrir hefðbundna trúnaðarmenn félaganna, er nú haldið hálfs dags grunnnámskeið sem er miðað við trúnaðarmenn, stjórnarfólk og samningafólk, eða alla þá sem hafa stöðu trúnaðarmanns. Grunnnámskeiði verður síðan fylgt eftir með framhaldsnámskeiðum og sérstökum þemanámskeiðum um einstök efni.

Námskeiðið var haldið í þessu nýja formi síðastliðinn föstudag og verður endurtekið fimmtudaginn 26. október. Það verður síðan haldið á haustdögum ár hvert í jafn mörg skipti og þörf reynist fyrir.
Fréttir