Chat with us, powered by LiveChat

Fastlaunasamningar geta verið hættulega opnir

Mega ekki vera opnar ávísanir á óhóflega yfirvinnu

6.11.2006

Fjárveitingar til stofnana eru yfirleitt af svo skornum skammti að þær duga illa til að sinna föstum verkefnum. Lítið sem ekkert svigrúm er til að mæta kostnaði vegna nýrra eða vaxandi verkefna og erfitt að sækja slíkan kostnað til fjárveitingarvaldsins.

"Flestar stofnanir standa frammi fyrir því að vera yfirhlaðnar af verkefnum og með of fáa starfsmenn til að sinna þeim", sagði Inga Rún. "Hætta er því á að vinnutími starfsmanna verði óhóflegur og þar af leiðandi yfirvinnukaupið í engu samræmi við kjarasamninga.   Þar sem vandað er til verka og vel er fylgst með vinnuálagi og vinnuframlagi starfsmanna geta fastlaunasamningar hins vegar verið mjög gott tæki til að skapa stöðugleika og öryggi, bæði fyrir stofnunina og starfsmenn.  
Fréttir