Chat with us, powered by LiveChat

Fólk beri saman þóknanir og gjöld

Og geri raunhæfan samanburð á ávöxtunarleiðum

6.11.2006

Á málstofunni fjallaði Ágústa um það hvað hafa skal í huga þegar að séreignarsjóður er valinn, um lög og reglugerðir séreignarsjóða og vörsluaðila viðbótarlífeyrissparnaðar og um tengsl séreignarsparnaðar við almennan lífeyrissparnað.

"Það koma til með að liggja gífurlegar upphæðir í séreignasjóðum fólks, eftir áratuga sparnað", sagði Ágústa ennfremur, "og því mjög mikilvægt að allir séu meðvitaðir um allt sem lýtur að ávöxtun þessara sjóða og raunar alla starfsemi þeirra. Það er hvergi hægt að ganga að samanburði af þessu tagi hjá hlutlausum aðila í dag, svo fólk verður einfaldlega að gera þetta sjálft. Það verður bara að gæta þess að bera saman epli og epli, það er að segja að þegar sjóðir eru bornir saman sé fólk að bera saman svipaða samsetningu ávöxtunarleiða. Það er að leiðirnar feli í sér svipað hlutfall verðbréfa og hlutabréfa og svipað hlutfall milli innlendra og erlendra þátta." 

 
Fréttir