Hlutur starfsmanna virðist engu skipta

Áhrif ohf-væðingar RÚV á starfsmenn

16.11.2006

”Þá vekja einnig athygli okkar fullyrðingar stjórnenda stofnunarinnar um að þessi breyting geri kleift að bæta reksturinn að því marki að það skili sér í umtalsverðum kjarabótum fyrir starfsmenn”, sagði Stefán ennfremur. ”Ef við lítum til þess hversu mikill hluti rekstrarkostnaðar er launatengdur virðist sem svo að rekstrarbæturnar hljóti að felast að verulegu leiti í því að fækka starfsmönnum, þannig að kjarabæturnar komi einfaldlega til með því að kökunni sé skipt í færri hluta. Þetta kann allt að vera fyllilega eðlilegt, en það er nauðsynlegt að stjórnvöld upplýsi starfsmenn um það hver stefna hins nýja hlutafélags verður í þessum málum. Hversu mörgum starfsmönnum er áætlað að sagt verði upp í kjölfar ohf-væðingarinnar og hvernig er ætlunin að standa að þessu. Ekki væri heldur verra ef starfsmannastefna hins nýja fyrirtækis lægi einnig fyrir, að minnsta kosti helstu línur í henni. Þetta eru allt grundvallaratriði sem starfsmenn þurfa að þekkja til að geta tekið ákvarðanir um viðbrögð sín við breytingunni á rekstrarforminu."
Fréttir