Chat with us, powered by LiveChat

Stjórnendur þurfa að ávinna sér traust

Viðamiklar breytingar skapa óvissu

6.12.2006

  • Stefán Aðalsteinsson
    framkvæmdastjóri BHM

Fundinn sátu á sjötta tug starfsmanna.

“Okkur finnst sjálfgefið að þarna verði jafnræðisregla látin gilda og þeir sem nú þurfa að taka afstöðu til starfa hjá Matís ohf. hljóti sömu meðhöndlun og starfsmenn Flugstoða ohf.”, sagði Stefán ennfremur. “Auk þess höfum við gert athugasemdir við fyrirhugaða ráðningasamninga. Fastlaunasamningar geta verið góðir, en við mælum ekki með því að þeir séu gerðir án þess að í þeim séu skýr ákvæði um það hversu mikið vinnuframlagið á að vera og hvernig skuli farið með það sem umfram fellur til. Jafnframt verður í slíkum ráðningarsamningi að vísa til þess eftir hvaða kjarasamningi skal farið varðandi launabreytingar.

Ég endurtek bara að við þessar aðstæður eru það stjórnendur sem verða að ávinna sér traust starfsmanna. Það verður ekki gert með því að setja fram þvingandi kröfur um að þeir undirriti ráðningasamning fyrir 7. desember og tilkynni eigi síðar en sama dag ef þeir ætla að nýta sér biðlaunarétt. Starfsmenn hafa skýlausan frest til 30 desember til þessa og það er bara rangt að ekki sé hægt að greiða þeim laun um næstu mánaðamót ef þeir nýta sér hann.”
Fréttir