Chat with us, powered by LiveChat

Ráðningasamningar Matís bein kjaraskerðing

Spurning hvort hægt er að ráðleggja nokkrum manni að skrifa undir

29.12.2006

  • Stefán Aðalsteinsson
    framkvæmdastjóri BHM

“Þetta hefur allt gengið frekar treglega”, sagði Stefán ennfremur, “og samskiptin einhvern vegin öll verið á þann veg af hálfu stjórnenda Matís að traust milli manna er orðið af mjög skornum skammti. Það er ljóst að það gerir alla samninga miklu erfiðari en ella. Við höfum lagt á það áherslu að ná viðunandi málalyktum fyrir þá einstaklinga sem voru við störf í þeim stofnunareiningum sem renna saman í Matís. Síðast nú rétt fyrir jól sendum við stjórn Matís bréf þar sem efnisþættir voru reifaðir og ekki annað að ráða af viðbrögðum en að frekari viðræður ættu að fara fram. Það kemur okkur því á óvart að stjórnendur fyrirtækisins skuli nú reyna að þvinga fólk til að undirrita ráðningasamninga þar sem ekkert tillit hefur verið tekið til athugasemda okkar.

Reynslan af svipuðum breytingum hjá öðrum stofnunum hefur sýnt okkur að það er vel hægt að gera breytingar af þessu tagi án þess að til átaka komi og níðst sé á réttindum starfsmanna.”

Bréfið til stjórnar Matís
Fréttir