Miðstjórn varar við afnámi auglýsingaskyldu

Alvarlegt skref afturábak

6.6.2007

Ályktun miðstjórnar hljóðar svo:

Miðstjórn BHM varar eindregið við því að auglýsingaskylda starfa verði afnumin innan Stjórnarráðs Íslands. Miðstjórn telur ekki að nein rök sé hægt að færa fyrir því að gefa stjórnarráðinu þessa sérstöðu og telur jafnframt hættu á að þetta verði fyrsta skrefið til að afnema auglýsingaskyldu vegna starfa hjá hinu opinbera almennt. Miðstjórn bendir á að afnám auglýsingaskyldu getur reynst alvarlegt skref aftur á bak í réttindabaráttu opinberra starfsmanna, sérstaklega hvað varðar jafnréttismál. Miðstjórn bendir ennfremur á að þessi ráðstöfun gengur þvert á þá þróun sem stefnt hefur verið að varðandi gegnsæi í stjórnsýslu á Íslandi og lýsir undrun sinni á að reynt skuli að færa klukkuna aftur á bak á þennan hátt.
Fréttir